Vistvæn hreinsiefni
Pure Effect er framsækið sænskt fyrirtæki sem framleiðir vistvænar hreinsivörur unnar úr bakteríum sem finnast í umhverfinu. Hreinsiefnin eyða allri lykt og djúphreinsa þrifflötinn sem um ræðir. Í boði eru gólfhreinsir, baðhreinsir og alhliða hreinsir sem hentar vel í eldhúsið, stofuna og borðstofuna.
Hreinsiefnin eru þeim gæðum gædd að þau halda áfram að virka á flötinn löngu eftir þrifin. Því óhreinni sem flöturinn er þeim mun djúpvirkari eru áhrifin. Með tímanum verða þrifin auðveldari og heimilið hreinna en nokkru sinni áður.
Pure Effect framleiðir einnig ótrúlega hentug fatasprey og skósprey sem fríska upp á fötin og skóna og eyða allri lykt. Fataspreyið hentar mjög vel til að eyða svitalykt hvort sem er úr skyrtunni, fína kjólnum eða íþróttafötunum. Skóspreyið er frábært til að eyða táfýlu og fríska upp á hlaupaskóna, hjólaskóna og skíðaskóna.