Pure Effect er framsækið vörumerki sem framleiðir hreinsiefni fyrir heimilið úr náttúrulegum bakteríum sem finnast í umhverfinu. Bakteríurnar djúphreinsa alla fleti og eyða lykt og efnið heldur áfram að virka löngu eftir notkun.
Í Pure Effect línunni er boðið upp á alhliða hreinsi sem má nota á allt, gólfhreinsi sem virkar enn betur til að hreinsa gólfið, baðhreinsi sem fjarlægir kalk og sótthreinsar baðherbergið og síðan hin einstöku sprey sem nota má á fatnað og skó sem fríska upp á fötin og skóna og eyða allri lykt, líkamslykt, svitalykt, matarlykt eða táfýlu svo eitthvað sé nefnt.
Einstök vara í fallegum umbúðum sem henta einnig vel sem tækifærisgjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um.