UM OKKUR
VIÐ VILJUM LEGGJA OKKAR AF MÖRKUM TIL KOMANDI KYNSLÓÐA
Leiðarljós okkar eigenda heildverslunarinnar ECO LIFE er að bjóða upp á umhverfisvænar og vistvænar heimilisvörur í þágu náttúru og komandi kynslóða.
Við viljum auðvelda öllum að velja plastlausan lífsstíl og bjóðum upp á fjölbreyttar og nýstárlega margnota lausnir sem henta bæði fyrir heimili og fyrirtæki.
Vörurnar eru til sölu í öllum betri matvöruverslunum landsins, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og Melabúðinni. Einnig er hægt að nálgast hluta af vörunum í sérvöruverslunum.
Með vörum frá ECO LIFE stöndum við saman vörð um þær náttúruauðlIndir sem við höfum fengið að láni og skilum betri náttúru til komandi kynslóða.
Með hlýrri kveðju,
Áshildur og Gerður