Vistvæna fataspreyið frá Pure Effect er einstaklega handhægt og hentugt sprey sem eyðir svitalykt, líkamslykt og annarri lykt sem sest getur í fatnað.
Fataspreyið er unnið úr náttúrulegum bakteríum sem fríska verulega upp á fatnaðinn um leið og það er notað, og virknin heldur áfram löngu eftir notkun.
Fataspreyið er einkar hentugt til að fríska upp á sparifatnaðinn og með notkun spreysins er hægt að spara sér að fara með fötin í hreinsun.
Íþróttafötin þarf heldur ekki að þvo jafn oft þar sem hægt er að spreyja létt yfir fatnaðinn fyrir næstu notkun og eyða allri lykt sem mögulega getur setið í æfingafatnaðinum.
Vörurnar frá Pure Effect eru margverðlaunaðar fyrir framsýna vöruþróun og sóma sér vel hvar sem er vegna fallegrar vöruhönnunar.